Erlent

Rússar hefja heræfingar skammt frá landamærum Úkraínu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rússneskur hermaður á Krímskaga.
Rússneskur hermaður á Krímskaga. vísir/afp
Rússar hófu heræfingar skammt frá landamærum Rússlands og Úkraínu í dag. Um átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunum. BBC greinir frá.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur staðfest að eldflaugavörpur og skriðdrekabanar séu meðal þeirra vopna sem notuð verði við æfingarnar.

Fyrr í dag samþykkti úkraínska þingið stofnun 60 þúsund manna þjóðvarðliðs og lét Arseníj Jatsenjúk, settur forsætisráðherra, hafa það eftir sér að Úkraínumenn muni aldrei gefast upp fyrir Rússum.

Bandaríkin og Evrópusambandsríkin hafa hótað Rússum refsiaðgerðum verði hermennirnir ekki kallaðir til baka frá varðstöðvum sínum á Krímskaga.

Kosið verður um það á sunnudag hvort sjálfstjórnarhéraðið Krím muni slíta sig frá Úkraínu og ganga inn í Rússland.


Tengdar fréttir

Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi

Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa.

Eftirlitsflug Nató í nágrenni Úkraínu

Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær. Þær geta rannsakað rúmlega 300 þúsund ferkílómetra svæði.

Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu

Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×