Spænsku liðin Valencia og Real Betis unnu bæði flotta útisigra í fyrri leikjum liðann í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta og sömu sögu er að segja af franska liðinu Olympique Lyon og portúgalska liðinu Benfica sem fór í góða ferð til London.
Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Tottenham í kvöld.
Aron Jóhannsson tryggði hollenska liðinu AZ Alkmaar 1-0 heimasigur á rússneska liðinu Anzhi Makhachkala á AFAS Stadion í kvöld. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 29. mínútu.
Real Betis vann 2-0 útisigur á Sevilla í uppgjöri tveggja liða frá Sevilla-borg á Spáni og Valenica vann 3-0 útisigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad þrátt fyrir að leika manni færri frá 24. mínútu.
Olympique Lyon vann 4-1 sigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen en Frakkarnir lentu undir eftir aðeins þriggja mínútn aleik.
Juventus og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri tveggja ítalskra liða en Mario Gomez tryggði Fiorentina jafntefli með marki ellefu mínútum fyrir leikslok.
Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:
Fyrri leikur í 16 liða úrslitum
Ludogorets Razgrad - Valencia 0-3
0-1 Barragan (5.), 0-2 Federico Cartabia (35.), 0-3 Philippe Senderos (59.)
Porto - Napoli 1-0
1-0 Jackson Martinez (57.)
Basel - Red Bull Salzburg 0-0
AZ Alkmaar - Anzhi 1-0
1-0 Aron Jóhannsson, víti (29.)
Olympique Lyon - Viktoria Plzen 4-1
0-1 Tomas Horava (3.), 1-1 Gueida Fofana (12.), 2-1 Alexandre Lacazette (53.), 3-1 Arnold Mvuemba (61.), 4-1 Gueida Fofana (70.)
Sevilla - Real Betis 0-2
0-1 Leo Baptistao (15.), 0-2 Salva (77.)
Tottenham - Benfica 1-3
0-1 Rodrigo (29.), 0-2 Luisao (58.), 1-2 Christian Eriksen (64.), 1-3 Luisao (84.)
Juventus - Fiorentina 1-1
1-0 Arturo Vidal (3.), 1-1 Mario Gomez (79.)
