Á að stytta stúdentsprófið? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2014 13:42 Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám. Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám.
Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira