Minningarorð Kasparov um Bobby Fischer: „Mesta goðsögn skáksögunnar“ Daníel Rúnarsson skrifar 10. mars 2014 14:02 Garry Kasparov. Vísir/Daníel Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura. Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura.
Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00
Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15