Sautján ár liðin frá dauða Biggie Smalls Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. mars 2014 10:41 Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið. Vísir/Getty Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í gær voru sautján ár síðan einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur. Rapparinn sem var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls, var myrtur eftir tónleika í Los Angeles 9. mars árið 1997. Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna. Biggie Smalls er gjarnan nefndur sem „konungur New York“, þegar talað er um rapptónlist. Árið 2001 valdi tímaritið The Source hann besta rappara allra tíma. Tímaritið XXL bað helstu rappara heims að setja saman lista yfir uppáhalds rappara sína. Nafn Biggie kom oftast upp af öllum. Margir rapparar hafa minnst hans í textum sínum. Jay-Z, 50 Cent, Eminiem, Fat Joe, Game og fleiri hafa annaðhvort fjallað um Biggie í textum sínum eða endursagt hluta úr textum rapparans honum til heiðurs. Eftir hann liggja tvær breiðskífur; Ready to Die (sem kom út árið 1994) og Life After Death (sem kom út árið 1997). Eftir dauða hans hafa fjórar plötur verið gefnar úr í hans nafni; Born Again (sem kom út árið 1999), Duets: The Final Chapter (sem kom út árið 2005), The Greatest Hits (sem kom út árið 2007) og Notorious (sem kom út árið 2009). Platan Ready To Die er að mörgum talin ein besta rappplata sem gefin hefur verið út. Hann átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Juicy sem skaut Biggie upp á stjörnuhimininn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira