Löngu búið að ákveða þessa leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2014 12:15 Vísir/AFP/Stefán Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27