Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-28 | Akureyri dró FH í umspilsbaráttuna Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 27. mars 2014 14:38 Vísir/Stefán Akureyri lagði FH 28-26 í Olís deild karla í handbolta í kvöld í æsispennandi leik. Miklar sviftingar voru í leiknum sem réðst ekki fyrr en í síðustu sókn leiksins. Varnir liðanna voru í aðalhlutverki fyrstu mínútur leiksins. Akureyri klippti Magnús Óla Magnússon út og fyrir vikið varð sóknarleikur FH mjög hægur og einfaldlega slakur. FH var þó á undan að skora framan af fyrri hálfleik en á níu mínútna kafla náði Akureyri að skora átta mörk gegn einu og ná frumkvæðinu í leiknum. FH lék að mörgu leyti fína vörn en átti fá svör við hinum lágvaxna Sigþóri Heimissyni sem fékk að æða inn í vörnina og skjóta yfir og framhjá varnarmönnum sem var erfitt fyrir Ágúst Elí Björgvinsson í marki FH að eiga við því hann sá boltann oft seint. FH náði þó að rífa sig upp síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Vörn FH náði að loka á Sigþór og þá hikstaði sókn Akureyrar og FH skoraði fimm mörk gegn tveimur á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 14-12 fyrir gestunum að norðan. Akureyri náði fjögurra marka forystu á ný snemma í seinni hálfleik en á þremur mínútum náði FH að jafna metin úr 19-15 í 19-19. Áhorfendur vöknuðu og hófu að styðja sína menn og þá kviknaði neisti í FH-liðinu. FH fór að leika af miklum krafti og fyrir vikið dró af Akureyringum. Það hægðist á sóknarleik gestanna og liðið fór að reyna erfiðari hluti sem er sjaldan vænlegt til árangurs. FH skoraði alls sex mörk í röð og komst í 21-19 en Akureyri náði þá áttum á ný og skoraði þrjú mörk í röð. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem Akureyri hafði betur. Akrureyri klippti Ragnar Jóhannsson út síðustu mínúturnar og það náði FH ekki að leysa. Nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum og ljóst að baráttan um umspilssætið er orðin æsileg en kraftaverk þarf til að FH komist í úrslitakeppnina úr þessu. Heimir Örn: Bjóst enginn við okkar sigri„Við ákváðum að hugsa ekki um stöðuna en eftir á er þetta rosalega flott stig. Komnir með innbyrðis á FH,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir sigurinn í kvöld. „Þetta Valsstig sem við héldum að yrði ekkert mikilvægt er allt í einu miklu mikilvægara en við héldum. „Við eigum Hauka úti næst og förum þar með enga pressu og menn búast ekki við miklu. Það bjóst enginn við því að við myndum vinna í kvöld, nema við sjálfir. Allt í kringum liðið og örugglega FH líka hafði enga trú á að þeir myndu tapa fyrir okkur í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik erum við frábærir. Við erum með hörku varnarmenn. Það sem hefur aftrað okkur eru þessi seinni tempó mörk sem mörg lið eru góð í. Við skipulögðum það betur í kvöld enda gekk það miklu betur. „Ég er stoltur af strákunum. Það er mikið búið að ganga á en samt er ég þokkalega stoltur eftir áramót. Við erum búnir að spila þokkalega,“ sagði Heimir sem vill forðast umspilið þó það líti allt út fyrir að það skipti aðeins HK máli fyrir liðin í Olís deildinni hvernig það spilast. „Við þurfum tvö til fjögur stig í viðbót til að forðast umspilið. Maður veit ekkert í íslenskum handbolta. Kannski draga þrjú lið sig út og þá er þessi umspilskeppni mjög mikilvæg. Síðan er þetta stoltið að koma sér upp í fimmta, sjötta sætið.“ Magnús Óli: Dýr stig að tapa„Þetta eru dýr tvö stig sem við misstum þarna. Þetta tvö stigin sem við þurftum til að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Magnús Óli Magnússon sem óttast þó ekki að lenda í umspilinu. „Ég held að við klárum þessa síðustu tvo leiki og sleppum við það. Við getum enn komist inn í úrslitakeppnina. Við verðum klára okkar leiki og vona það besta.“ Ásbjörn Friðriksson gat ekkert beitt sér fyrir FH í dag fyrir utan að hann kom inn á til að taka vítin. FH saknaði hans sárlega í leiknum í kvöld. „Ásbjörn er heilinn í liðinu. Hann stjórnar sókninni. Við söknuðum leikstjórnar hans mikið. „Við náðum að leysa vörnina þeirra þegar við fórum að rúlla boltanum, sækja á þá, fengum júgga og fengum smá færslur. Þá breyttu þeir um og fóru að taka Ragga (Ragnar Jóhannsson) út. Raggi var flottur í þessum leik. Þá opnaðist fyrir mig og fleiri,“ sagði Magnús Óli. FH komst yfir í seinni hálfleik en fyrir utan að sóknin hikstaði þá hætti liðið að brjóta í vörninni og fyrir vikið gat Akureyri skorað auðveld mörk og komist aftur yfir. „Við hættum að brjóta og fá fríköst. Ef við brjótum og fáum tvö, þrjú fríköst á þá í sókn þá taka þeir ótímabær skot. Þeir eru bestir þegar þeir fá að rúlla boltanum endalaust í sókn, taka klippingar og tékka. Þá eru þeir flottir.“ Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Akureyri lagði FH 28-26 í Olís deild karla í handbolta í kvöld í æsispennandi leik. Miklar sviftingar voru í leiknum sem réðst ekki fyrr en í síðustu sókn leiksins. Varnir liðanna voru í aðalhlutverki fyrstu mínútur leiksins. Akureyri klippti Magnús Óla Magnússon út og fyrir vikið varð sóknarleikur FH mjög hægur og einfaldlega slakur. FH var þó á undan að skora framan af fyrri hálfleik en á níu mínútna kafla náði Akureyri að skora átta mörk gegn einu og ná frumkvæðinu í leiknum. FH lék að mörgu leyti fína vörn en átti fá svör við hinum lágvaxna Sigþóri Heimissyni sem fékk að æða inn í vörnina og skjóta yfir og framhjá varnarmönnum sem var erfitt fyrir Ágúst Elí Björgvinsson í marki FH að eiga við því hann sá boltann oft seint. FH náði þó að rífa sig upp síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Vörn FH náði að loka á Sigþór og þá hikstaði sókn Akureyrar og FH skoraði fimm mörk gegn tveimur á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 14-12 fyrir gestunum að norðan. Akureyri náði fjögurra marka forystu á ný snemma í seinni hálfleik en á þremur mínútum náði FH að jafna metin úr 19-15 í 19-19. Áhorfendur vöknuðu og hófu að styðja sína menn og þá kviknaði neisti í FH-liðinu. FH fór að leika af miklum krafti og fyrir vikið dró af Akureyringum. Það hægðist á sóknarleik gestanna og liðið fór að reyna erfiðari hluti sem er sjaldan vænlegt til árangurs. FH skoraði alls sex mörk í röð og komst í 21-19 en Akureyri náði þá áttum á ný og skoraði þrjú mörk í röð. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem Akureyri hafði betur. Akrureyri klippti Ragnar Jóhannsson út síðustu mínúturnar og það náði FH ekki að leysa. Nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum og ljóst að baráttan um umspilssætið er orðin æsileg en kraftaverk þarf til að FH komist í úrslitakeppnina úr þessu. Heimir Örn: Bjóst enginn við okkar sigri„Við ákváðum að hugsa ekki um stöðuna en eftir á er þetta rosalega flott stig. Komnir með innbyrðis á FH,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir sigurinn í kvöld. „Þetta Valsstig sem við héldum að yrði ekkert mikilvægt er allt í einu miklu mikilvægara en við héldum. „Við eigum Hauka úti næst og förum þar með enga pressu og menn búast ekki við miklu. Það bjóst enginn við því að við myndum vinna í kvöld, nema við sjálfir. Allt í kringum liðið og örugglega FH líka hafði enga trú á að þeir myndu tapa fyrir okkur í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik erum við frábærir. Við erum með hörku varnarmenn. Það sem hefur aftrað okkur eru þessi seinni tempó mörk sem mörg lið eru góð í. Við skipulögðum það betur í kvöld enda gekk það miklu betur. „Ég er stoltur af strákunum. Það er mikið búið að ganga á en samt er ég þokkalega stoltur eftir áramót. Við erum búnir að spila þokkalega,“ sagði Heimir sem vill forðast umspilið þó það líti allt út fyrir að það skipti aðeins HK máli fyrir liðin í Olís deildinni hvernig það spilast. „Við þurfum tvö til fjögur stig í viðbót til að forðast umspilið. Maður veit ekkert í íslenskum handbolta. Kannski draga þrjú lið sig út og þá er þessi umspilskeppni mjög mikilvæg. Síðan er þetta stoltið að koma sér upp í fimmta, sjötta sætið.“ Magnús Óli: Dýr stig að tapa„Þetta eru dýr tvö stig sem við misstum þarna. Þetta tvö stigin sem við þurftum til að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Magnús Óli Magnússon sem óttast þó ekki að lenda í umspilinu. „Ég held að við klárum þessa síðustu tvo leiki og sleppum við það. Við getum enn komist inn í úrslitakeppnina. Við verðum klára okkar leiki og vona það besta.“ Ásbjörn Friðriksson gat ekkert beitt sér fyrir FH í dag fyrir utan að hann kom inn á til að taka vítin. FH saknaði hans sárlega í leiknum í kvöld. „Ásbjörn er heilinn í liðinu. Hann stjórnar sókninni. Við söknuðum leikstjórnar hans mikið. „Við náðum að leysa vörnina þeirra þegar við fórum að rúlla boltanum, sækja á þá, fengum júgga og fengum smá færslur. Þá breyttu þeir um og fóru að taka Ragga (Ragnar Jóhannsson) út. Raggi var flottur í þessum leik. Þá opnaðist fyrir mig og fleiri,“ sagði Magnús Óli. FH komst yfir í seinni hálfleik en fyrir utan að sóknin hikstaði þá hætti liðið að brjóta í vörninni og fyrir vikið gat Akureyri skorað auðveld mörk og komist aftur yfir. „Við hættum að brjóta og fá fríköst. Ef við brjótum og fáum tvö, þrjú fríköst á þá í sókn þá taka þeir ótímabær skot. Þeir eru bestir þegar þeir fá að rúlla boltanum endalaust í sókn, taka klippingar og tékka. Þá eru þeir flottir.“
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Galychanka | Evrópuleikur hjá Haukum Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira