Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag.
Skipuleggjendur malasíksa kappakstursins hafa dregið töluvert úr viðburðum vegna komu Formúlu 1 til landsins. Tónleikum með Christina Aguilera hefur til dæmis verið aflýst.
Rúmlega 84.000 áhorfendur mættu á kappaksturinn í fyrra. Búist er við að um helmingsfjöldi síðasta árs mæti til að horfa á keppnina í ár.
Razlan Razali framkvæmdastjóri Sepang brautarinnar sagði. „Við minnum okkur á að þetta er stór alþjóðlegur viðburður [Formúlu 1 keppnin], þrátt fyrir sorg okkar. Heimurinn mun fylgjast með okkur til að sjá hversu brothætt eða sterk [við erum]. Það er því mikið ábyrgðar hlutverk að halda góða keppni.“
Nico Rosberg, ökumaður Mercedes, sagði. „Ég hef séð frá fyrstu hendi að allir í Malasíu eru að hugsa um fjölskyldu og vini.“
