Nissan innkallar 1 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 15:40 Nissan Altima árgerð 2013. Innkallanir bílframleiðenda vegna galla ætla engan endi að taka. Nú er það Nissan og bílarnir ekki færri en 1 milljón talsins, langflestir þeirra í Bandaríkjunum. Er það vegna galla í öryggispúðum farþegamegin í bílunum. Bílgerðirnar sem gætu haft þennan galla eru Nissan Altima, Leaf, Pathfinder og Sentra af árgerðum 2013 og 2014, sem og leigubíllinn Nissan NV200 af árgerð 2013. Innköllunin nær líka til Infiniti bílanna JX35 af árgerð 2013 og Infiniti Q50 og QX60 af árgerð 2014. Heildarinnköllunin nær til 1.053.479 bíla og eru 989.701 þeirra í Bandaríkjunum. Gallinn lýsir sér í tölvubilun sem getur metið það ranglega hvort setið er í farþegasætinu frammí bílunum eða ekki. Hættan við þetta er sú að við árekstur gæti búnaðurinn metið það svo að enginn sitji í sætinu og því myndi öryggispúðinn ekki blása út. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent
Innkallanir bílframleiðenda vegna galla ætla engan endi að taka. Nú er það Nissan og bílarnir ekki færri en 1 milljón talsins, langflestir þeirra í Bandaríkjunum. Er það vegna galla í öryggispúðum farþegamegin í bílunum. Bílgerðirnar sem gætu haft þennan galla eru Nissan Altima, Leaf, Pathfinder og Sentra af árgerðum 2013 og 2014, sem og leigubíllinn Nissan NV200 af árgerð 2013. Innköllunin nær líka til Infiniti bílanna JX35 af árgerð 2013 og Infiniti Q50 og QX60 af árgerð 2014. Heildarinnköllunin nær til 1.053.479 bíla og eru 989.701 þeirra í Bandaríkjunum. Gallinn lýsir sér í tölvubilun sem getur metið það ranglega hvort setið er í farþegasætinu frammí bílunum eða ekki. Hættan við þetta er sú að við árekstur gæti búnaðurinn metið það svo að enginn sitji í sætinu og því myndi öryggispúðinn ekki blása út.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent