Bíó og sjónvarp

Besti hluti þess að fara í bíó eru sýnishornin

Margir kvikmyndaáhugamenn geta sammælst um það að besti hluti þess að fara í bíó sé að horfa á sýnishornin úr væntanlegum kvikmyndum.

Þannig hafa framleiðslufyrirtæki lagt æ meira upp úr sýnishornum úr myndunum síðastliðin ár. Þeir sýna nóg til þess að gera áhorfendur spennta fyrir nýrri kvikmynd, en passa upp á að söguþráðurinn sé ekki gefinn upp.

En það hefur margt breyst í gerðum sýnishorna síðan fyrstu kvikmyndahúsin opnuðu fyrir meira en heilli öld.

Hér fylgir fimmtán mínútna stórskemmtileg heimildamynd um gerð og þróun sýnishorna úr kvikmyndum.

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×