Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2014 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“ ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“
ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46