Vegrið stingst gegnum allan bílinn og þræðir hann upp eins og ost á kokteilpinna. Hafa skal í huga að í S-Afríku er stýrið hægra megin í bílum eins og í Englandi og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum væri það vinstra megin. Hinn "listræni stjórnandi" bílsins virðist því búa í réttu landi.
Hætt er við því að það taki því ekki að gera við BMW-bíl knattspyrnumannsins, svo illa er hann leikinn. Ef til vill ekur hann hægar næst í rigningu, en það sést glögglega á myndunum að bíll hans hefur þurft að vera á miklum hraða til að búa til þessa kokteilpinnaþræðingu!

