Erlent

„Stundum er ég hrædd við þig“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Pistorius felldi tár þegar persónuleg skilaboð þeirra Steenkamp voru lesin upp.
Pistorius felldi tár þegar persónuleg skilaboð þeirra Steenkamp voru lesin upp. Vísir/afp
„Stundum er ég er hrædd við þig,“ skrifaði Reeva Steenkamp, heitin, unnusta sínum, Oscari Pistorius, í smáskilaboðum nokkrum vikum áður en dauða hennar bar að garði.

Í rifrildi þeirra, sem fór fram í gegnum smáskilaboð, talar hún um skapbræði hans og öfundsýki og kvartar hún yfir því að Pistorius nöldri sífellt í henni.

„Ég get ekki leyft öðrum að ráðast á mig fyrir að vera með þér og get ekki leyft þér að ráðast á mig – manneskjunni sem ég á skilið vernd frá,“ segir í öðrum skilaboðum frá Steenkamp.

Lögregluforingi sem bar vitni í málinu sagði að um níutíu prósent þeirra samskipta sem parið átti í gegnum smáskilaboð hafi verið eðlileg og ástúðleg en farið var í gegnum 35 þúsund síður af skilaboðum sem fóru þeirra á milli.

Pistorius sagðist hafa gleymt lykilorðinu að iPhone símanum sínum og þurfti Apple því að veita rannsakendum aðgang að símanum. Farið var í gegnum tvo iPhone-síma og tvo Blackberry-síma. Símarnir fundust á heimili Pistorius eftir að hann skaut unnustu sína þar til bana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×