FC Kaupmannahöfn og Randers skildu jöfn 1-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Rúrik Gíslason lék allan leikinn fyrir FCK og TheódorElmar Bjarnason allan leikinn fyrir Randers.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Andreas Cornelius kom FCK yfir á 67. mínútu. Kasper Fisker jafnaði metin á 79. mínútu og sættust liðin á skiptan hlut.
FCK er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig en Randers í bullandi fallbaráttu með 26 stig í þessari jöfnu deild.
Jafnt hjá Rúrik og Theódor Elmari í Danmörku
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti
