Himneskir sjávarréttir að hætti Arnars Ellý Ármanns skrifar 21. mars 2014 14:30 Sjávarfangið sem Arnar matreiddi var frá Alaska og Florida. myndir/Ármann E. Jónsson „Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum. Matur Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þetta var skemmtilegt og krefjandi verkefni að para saman þrjá mismunandi íslenska bjóra og sjávarfang frá Bandaríkjunum,“ segir Arnar Þór Reynisson matreiðslumaður Bandaríska sendiráðsins á Íslandi í boði sem fram fór í vikunni þar sem lögð var áhersla á að styrkja viðskiptatengslin milli Florida og Íslands þegar kemur að vörum og ferðaþjónustu. „Í forrétt var boðið upp á appelsínu- og kóríanderlegna risahörpuskel ásamt hvítlaukssmjör-steiktum krabbaklóm. Þessi réttur paraðist mjög vel með Einstök White Ale,“ útskýrir Arnar á meðan hann sýnir ljósmyndara Lífsins krabbaklærnar en Einstök White Ale passar vel með humri, ljósu fuglakjöti, salati, austurlenskum mat og léttum fiskréttum. Hér undirbýr Arnar sverðfiskinn á einfaldan máta með salti, pipar og lime.„Fyrri fiskréttur kvöldsins var sverðfiskur, ofnbakaður með lime, salt og pipar. Sverðfiskurinn var síðan borinn fram með salati, hindberja- sítrónudressingu, ristuðum möndlum, hægbökuðum plómutómötum og dill-olíu. Með þessum rétt bárum við fram Einstök Pale Ale,“ segir matreiðslumaðurinn á meðan hann kryddar sverðfiskinn með salti og pipar áður en hann skellti honum í ofninn. Einstök Pale Ale er vel gerður Pale Ale á ameríska vísu sem gerir hann ferskari og aðgengilegri . Í bragði má finna sítrus, malt, karamellu og höfugt humlabragð. Einstök Pale Ale passar vel með grilluðum mat, bragðmiklum fiskréttum og lambakjöti. Girnilega framreidd hörpuskelin hans Arnars vakti mikla lukku.Hér er mynd af appelsínu- og kóríanderlegnu risahörpuskelinni sem smakkaðist vel með Einstök White Ale sem er eftirágerjaður fölgullin hveitibjór. Léttur og skýjaður bjór með góðri froðu. Í bragði er blómlegur keimur með tóna af sítrónum, appelsínuberki, jurtum, brauðdeigi ásamt kóríander. Ferskur bjór með góðri fyllingu og langt eftirbragð. „Seinni fiskrétturinn var grilluð túnfisksteik með bjór gljáa, byggottó, aspas, shiitake sveppum, blaðlauksstrimlum og hunangshnetum.“„Með túnfisknum bárum við Einstök Toasted Porter sem paraðist virkilega vel með þessum rétti.“ Einstök Toasted Porter er dökkur að lit eins og olía. Hann ilmar af reyk, malti, dökku súkkulaði, vanilu og hnetum. Mikill og margslunginn bjór með löngu eftirbragði. Hér steikir hann shiitake sveppina sem bornir voru fram með túnfisknum sem sjá má hér að ofan.Arnar eldaði gómsæta sjávarrétti frá Bandaríkjunum með tilliti til íslenska bjórsins sem er vinsæll vestan hafs.„Í eftirrétt var svo ljúf, volg súkkulaði Mouleux með toffee fyllingu og berjum. Þar var upplagt að halda áfram að njóta Toasted Porter þar sem bragðið tónaði áfram,“ segir Arnar. Einstök Toasted Porter parast einstaklega vel með nautakjöti, lambaskönkum, bragðmiklum pottréttum og súkkalaðikökum.
Matur Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira