97 ára með tvær listasýningar í gangi Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2014 09:22 Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir hér kjól sem svipar mjög til kjóls sem Vigdís Finnbogadóttir klæddist opinberlega í forsetatíð sinni VÍSIR/Stefán Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp