Elsu fannst það of snemmt að taka við karlalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 08:45 Elsa Sæný Valgeirsdóttir stjórnar hér karlaliði HK í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Valli Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu. Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira
Elsa Sæný Valgeirsdóttir, hinn sigursæli þjálfari karlaliðs HK, verið ráðin aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðsins í blaki en hún mun aðstoða Brasilíumanninn Rogério Ponticelli. Elsa Sæný gerði á dögunum karlalið HK að bikarmeisturum annað árið í röð en liðið vann tvöfalt í fyrra á fyrsta tímabilinu undir hennar stjórn. Blaksamband Íslands ákvað að bjóða henni aðstoðarþjálfarastarf hjá karlalandsliðinu en kom ekki til greina að hún tæki við liðinu? „Ég hefði ekki treyst mér í það á þessu stigi. Það voru einhverjir búnir að nefna þetta við mig en mér og formanni landsliðsnefndar fannst það vera of snemmt þar sem ég hef ekki þjálfað nema í tvö ár. Það hefði verið of stór biti að taka við aðalþjálfarastarfi landsliðsins," sagði Elsa Sæný Valgeirsdóttir í viðtalið við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ponticelli fær góð meðmæli frá Englandi þar sem hann býr og starfar sem tæknilegur ráðgjafi blakþjálfara. Samningar náðust á milli BLÍ og Ponticelli í vikunni og er von á þjálfaranum til landsins á næstunni til að skoða leikmenn fyrir landsliðið. Verkefni landsliðsins á þessu ári er undankeppni EM smáþjóða í Laugardalshöll 6.-8. Júní. „Við teljum þessa ráðningu í samræmi við okkar plön varðandi landsliðið. Ponticelli virðist vera reynslubolti sem hjálpar eflaust mörgum leikmönnum að verða betri og í því liggur okkar metnaður. Hann mun ekki hvað síst horfa til ungra og efnilegra leikmanna enda ætlum við okkur að byggja upp gott landslið“ segir Stefán Jóhannesson, formaður landsliðsnefndar BLÍ á heimasíðu sambandsins. Elsa Sæný þekkir ekkert til nýráðins landsliðsþjálfara. „Ég hef séð ferilsskrá hans og það verður spennandi að starfa við hlið hans. Vonandi næ´ég að læra eitthvað af honum," sagði Elsa ennfremur í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Sjá meira