Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 36-27 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 20. mars 2014 17:06 Vísir/Vilhelm ÍBV er komið með 26 stig í Olísdeild karla eftir sigur á botnliði HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með tveggja marka forystu í hálfleik og leiddu frá fyrstu mínútu. HK var þó lengst af ekki langt undan en ÍBV stakk af með því að skora átta af níu síðustu mörkum leiksins. ÍBV er sem fyrr þremur stigum á eftir toppliði Hauka en HK, sem er fallið í 1. deildina, er langneðst með þrjú stig. Eyjamenn mættu sterkari til leiks og virtust ætla að valta yfir gestina í byrjun en skyttur heimamanna voru að skjóta gríðarlega vel. Munurinn varð fljótlega fjögur mörk en HK-ingar áttu fá svör við snörpum sóknarleik ÍBV. Mikið var skorað og nýttu HK-ingar sér það þegar að eitthvað klikkaði í sókn Eyjamanna og keyrðu á þá hraðaupphlaup. Gestirnir pössuðu sig á því að lenda ekki of mörgum mörkum á eftir en þeim tókst að minnka muninn í eitt mark nokkrum sinnum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-14 heimamönnum í vil og virtist fátt benda til þess að seinni hálfleikur yrði einstefna. Það tók HK-inga langan tíma að koma sér út á völlinn eftir hálfleiksræðu Ágústar en það tók þá alls ekki langan tíma að jafna metin. Staðan var jöfn eftir 42 sekúndur í seinni hálfleik en þá spýttu heimamenn í lófana og sigldu fram úr gestunum. Um miðbik seinni hálfleiks voru skoruð átta mörk á fjögurra mínútna kafla en markmenn liðanna áttu ekki sína bestu leiki í dag. Munurinn var svo skyndilega orðinn tvö mörk þegar tólf mínútur voru eftir en þá skiptu Eyjamenn aftur um gír og komust níu mörkum yfir áður en flautað var til leiksloka. Sigur Eyjamanna því staðreynd og styrkja þeir því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. HK-ingar sitja sem fastast á botninum og verða að treysta á fjölgun liða í efstu deild vilji þeir halda sínu sæti.Magnús: Það er getumunur á þessum liðum „Þetta var ekki erfiðara en við áttum von á, það er getumunur á þessum liðum en það er oft hausverkur að gíra menn rétt í svona leiki,“ sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna eftir góðan sigur gegn föllnum HK-ingum í kvöld. „Ég held að við verðum að segja það að menn séu komnir með þessa sigurhugsun, við erum alltaf á fullu og neitum að gefast upp. Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið, þangað til að leikurinn klárast,“ sagði Magnús sem var sáttur með sína menn í kvöld. „Við erum komnir í úrslitakeppnina en núna tekur bara við stigasöfnun, við þurfum öll þau stig sem við getum fengið. Við ætlum okkur að vera á heimavelli í úrslitakeppninni,“ bætti Magnús við en hann skoraði sjö mörk í leiknum og spilaði heilt yfir mjög vel.Vilhelm Gauti: Við erum að spila fyrir stoltið „Við erum aðallega að spila fyrir stoltið og klúbbinn, það er ekki besta tilfinning í heimi að vera fallinn,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK eftir tap í Eyjum í kvöld. „Eyjamenn eru snillingar heim að sækja, þetta var leikur í 48 mínútur og það er hálftíma bæting frá síðasta leik,“ bætti Vilhelm við en hann átti ágætan leik í kvöld. „Já, við erum að sjálfsögðu að horfa til næsta veturs, við viljum halda þessum ungu strákum áfram og erum því farnir að tjalda til næsta tímabils,“ sagði Vilhelm Gauti að lokum en það er nú ekki undir HK-ingum komið hvort þeir spili í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
ÍBV er komið með 26 stig í Olísdeild karla eftir sigur á botnliði HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með tveggja marka forystu í hálfleik og leiddu frá fyrstu mínútu. HK var þó lengst af ekki langt undan en ÍBV stakk af með því að skora átta af níu síðustu mörkum leiksins. ÍBV er sem fyrr þremur stigum á eftir toppliði Hauka en HK, sem er fallið í 1. deildina, er langneðst með þrjú stig. Eyjamenn mættu sterkari til leiks og virtust ætla að valta yfir gestina í byrjun en skyttur heimamanna voru að skjóta gríðarlega vel. Munurinn varð fljótlega fjögur mörk en HK-ingar áttu fá svör við snörpum sóknarleik ÍBV. Mikið var skorað og nýttu HK-ingar sér það þegar að eitthvað klikkaði í sókn Eyjamanna og keyrðu á þá hraðaupphlaup. Gestirnir pössuðu sig á því að lenda ekki of mörgum mörkum á eftir en þeim tókst að minnka muninn í eitt mark nokkrum sinnum í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-14 heimamönnum í vil og virtist fátt benda til þess að seinni hálfleikur yrði einstefna. Það tók HK-inga langan tíma að koma sér út á völlinn eftir hálfleiksræðu Ágústar en það tók þá alls ekki langan tíma að jafna metin. Staðan var jöfn eftir 42 sekúndur í seinni hálfleik en þá spýttu heimamenn í lófana og sigldu fram úr gestunum. Um miðbik seinni hálfleiks voru skoruð átta mörk á fjögurra mínútna kafla en markmenn liðanna áttu ekki sína bestu leiki í dag. Munurinn var svo skyndilega orðinn tvö mörk þegar tólf mínútur voru eftir en þá skiptu Eyjamenn aftur um gír og komust níu mörkum yfir áður en flautað var til leiksloka. Sigur Eyjamanna því staðreynd og styrkja þeir því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. HK-ingar sitja sem fastast á botninum og verða að treysta á fjölgun liða í efstu deild vilji þeir halda sínu sæti.Magnús: Það er getumunur á þessum liðum „Þetta var ekki erfiðara en við áttum von á, það er getumunur á þessum liðum en það er oft hausverkur að gíra menn rétt í svona leiki,“ sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði Eyjamanna eftir góðan sigur gegn föllnum HK-ingum í kvöld. „Ég held að við verðum að segja það að menn séu komnir með þessa sigurhugsun, við erum alltaf á fullu og neitum að gefast upp. Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið, þangað til að leikurinn klárast,“ sagði Magnús sem var sáttur með sína menn í kvöld. „Við erum komnir í úrslitakeppnina en núna tekur bara við stigasöfnun, við þurfum öll þau stig sem við getum fengið. Við ætlum okkur að vera á heimavelli í úrslitakeppninni,“ bætti Magnús við en hann skoraði sjö mörk í leiknum og spilaði heilt yfir mjög vel.Vilhelm Gauti: Við erum að spila fyrir stoltið „Við erum aðallega að spila fyrir stoltið og klúbbinn, það er ekki besta tilfinning í heimi að vera fallinn,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK eftir tap í Eyjum í kvöld. „Eyjamenn eru snillingar heim að sækja, þetta var leikur í 48 mínútur og það er hálftíma bæting frá síðasta leik,“ bætti Vilhelm við en hann átti ágætan leik í kvöld. „Já, við erum að sjálfsögðu að horfa til næsta veturs, við viljum halda þessum ungu strákum áfram og erum því farnir að tjalda til næsta tímabils,“ sagði Vilhelm Gauti að lokum en það er nú ekki undir HK-ingum komið hvort þeir spili í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira