Napoli féll úr leik í Portúgal | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2014 16:27 Leikmenn Porto fagna í kvöld. Vísir/Getty Napoli er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa gert jafntefli við Porto í Portúgal í kvöld, 2-2. Niðurstaðan var 3-2 samanlagður sigur Portúgalanna.Goran Pandev kom reyndar Napoli yfir í kvöld með marki á 21. mínútu eftir vel útfærða sókn Ítalanna. Þar með jafnaði hann metin í rimmunni. En möguleikar Ítalanna urðu að engu um miðjan síðari hálfleikinn er Porto skoraði tvívegis með skömmu millibili. Fyrst Nabil Ghilas og svo Ricardo Quaresma með hörkuskoti eftir frábæran sprett.Duvan Zapata klóraði í bakkann fyrir Napoli með marki af stuttu færi í uppbótartíma en það reyndist einungis sárabót. Juventus, sem féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, komst áfram í 8-liða úrslit keppninnar fyrr í kvöld og er eina ítalska liðið sem er eftir í Evrópukeppnunum.Basel komst áfram eftir magnaðan sigur á Red Bull Salzburg í Austurríki í kvöld, 2-1. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Sviss. Basel missti mann af velli með rautt spjald strax á níundu mínútu og stuttu síðar kom markahrókurinn Jonathan Soriano Red Bull yfir. Þá þurfti að stöðva leikinn í um tíu mínútur eftir að stuðningsmaður Basel kastaði blysi inn á völlinn. Það hefur greinilega kveikt í leikmönnum Basel því liðið tryggði sér sigur með mörkum Marco Streller og Gaston Sauro í upphafi síðari hálfleiks.Sevilla komst svo áfram eftir sigur á Real Betis í vítaspyrnukeppni í kvöld. Leik liðanna í kvöld lyktaði með 2-0 sigri Sevilla en Real Betis vann fyrri leikinn með sama mun. Því þurfti að framlengja en ekkert mark var skorað í henni. Sevilla hafði svo betur í vítaspyrnukeppninni, 4-3.AZ Alkmaar komst fyrr í kvöld áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, rétt eins og Benfica, Juventus, LyonogValencia. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Napoli er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa gert jafntefli við Porto í Portúgal í kvöld, 2-2. Niðurstaðan var 3-2 samanlagður sigur Portúgalanna.Goran Pandev kom reyndar Napoli yfir í kvöld með marki á 21. mínútu eftir vel útfærða sókn Ítalanna. Þar með jafnaði hann metin í rimmunni. En möguleikar Ítalanna urðu að engu um miðjan síðari hálfleikinn er Porto skoraði tvívegis með skömmu millibili. Fyrst Nabil Ghilas og svo Ricardo Quaresma með hörkuskoti eftir frábæran sprett.Duvan Zapata klóraði í bakkann fyrir Napoli með marki af stuttu færi í uppbótartíma en það reyndist einungis sárabót. Juventus, sem féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, komst áfram í 8-liða úrslit keppninnar fyrr í kvöld og er eina ítalska liðið sem er eftir í Evrópukeppnunum.Basel komst áfram eftir magnaðan sigur á Red Bull Salzburg í Austurríki í kvöld, 2-1. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Sviss. Basel missti mann af velli með rautt spjald strax á níundu mínútu og stuttu síðar kom markahrókurinn Jonathan Soriano Red Bull yfir. Þá þurfti að stöðva leikinn í um tíu mínútur eftir að stuðningsmaður Basel kastaði blysi inn á völlinn. Það hefur greinilega kveikt í leikmönnum Basel því liðið tryggði sér sigur með mörkum Marco Streller og Gaston Sauro í upphafi síðari hálfleiks.Sevilla komst svo áfram eftir sigur á Real Betis í vítaspyrnukeppni í kvöld. Leik liðanna í kvöld lyktaði með 2-0 sigri Sevilla en Real Betis vann fyrri leikinn með sama mun. Því þurfti að framlengja en ekkert mark var skorað í henni. Sevilla hafði svo betur í vítaspyrnukeppninni, 4-3.AZ Alkmaar komst fyrr í kvöld áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, rétt eins og Benfica, Juventus, LyonogValencia.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira