Hjálmar Jónsson og félagar hans í IFK Gautaborg unnu sterkan útisigur á AIK á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld, 2-0, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
LasseVibe kom gestunum yfir á 14. mínútu leiksins og fjórum mínútum fyrir leikslok bætti Malick Mané við öðru marki, 2-0.
Hjálmar spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg en Hjörtur Logi Valgarðssson er búinn að yfirgefa félagið og spilar nú með Sogndal í Noregi.

