Engar innkallanir á Chevrolet Cruze á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2014 13:33 Chevrolet Cruze Einsog fram hefur komið hér á vísir.is hefur bandaríski bílaframleiðandinn General Motors kallað inn 2,6 milljón bíla vegna bilunar í kveikjulás. Eigendur Chevrolet á Íslandi þurfa þó ekki að örvænta því fram kemur í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Chevrolet á Íslandi, að þessi galli eigi ekki við um neina bíla sem eru seldir hér á landi. „Þetta eru aðallega bílar sem eru framleiddir og seldir í Bandaríkjunum, en bílarnir okkar eru framleiddir í Suður-Kóreu“, segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. „Þetta snertir því ekki viðskiptavini okkar á nokkurn hátt.“ Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Einsog fram hefur komið hér á vísir.is hefur bandaríski bílaframleiðandinn General Motors kallað inn 2,6 milljón bíla vegna bilunar í kveikjulás. Eigendur Chevrolet á Íslandi þurfa þó ekki að örvænta því fram kemur í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Chevrolet á Íslandi, að þessi galli eigi ekki við um neina bíla sem eru seldir hér á landi. „Þetta eru aðallega bílar sem eru framleiddir og seldir í Bandaríkjunum, en bílarnir okkar eru framleiddir í Suður-Kóreu“, segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. „Þetta snertir því ekki viðskiptavini okkar á nokkurn hátt.“
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent