Kristinn Steindórsson skoraði mark Halmstads í tapi liðsins á heimavelli fyrir Örebro í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar, Allsvenskan, í dag.
Kristinn kom Halmstads yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá landa sínum, Guðjóni Baldvinssyni. Það dugði þó ekki til því Örebro svaraði með tveimur mörkum frá Shpëtim Hasani og Mohammed Saeid og tryggði sér sigurinn.
Þá spilaði Halldór Orri Björnsson síðustu tólf mínúturnar þegar lið hans, Falkenbergs, tapaði 3-0 fyrir Malmö.
Kristinn skoraði í tapi Halmstads
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn


„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
Íslenski boltinn

