Íslenska landsliðið í íshokkí tapaði, 4-1, fyrir Eistlandi í fyrsta leik sínum í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins en leikið er í Belgrad í Serbíu.
Eistar eru með mjög sterkt lið sem féll úr 1. deildinni í fyrra. Þeir skoruðu fyrsta mark leiksins á 17. mínútu en Emil Alengård jafnaði fyrir Ísland, 1-1, á 27. mínútu leiksins.
Eistarnir voru ekki lengi að taka forystu á ný en þeir skoruðu tveimur mínútum síðar, 2-1, og bættu þriðja markinu við þremur mínútum eftir það, 3-1. Eistar skoruðu svo fjórða markið á 53. mínútu og innsigluðu öruggan sigur.
Íslensku strákarnir, sem náðu sínum besta árangri í fyrra þegar þeir lentu í þriðja sæti hér heima á Íslandi, mæta Belgíu á morgun.
Ísland tapaði fyrsta leiknum gegn Eistlandi
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
