Range Rover Sport RS er 550 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 13:30 Við prófanir á Range Rover Sport RS. Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira