Range Rover Sport RS er 550 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 13:30 Við prófanir á Range Rover Sport RS. Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Það dugar ekki sumum að hafa 510 hestöfl í húddinu, en þannig má bæði fá Range Rover og minni bróður hans Range Rover Sport í dag. Því hefur Jaguar/Land Rover bætt um betur og sett 550 hestafla vél í Range Rover Sport, en það er sama vél og fæst nú í Jaguar XKR-S, Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type R. Ekki er nóg að auka afl vélarinnar án þess að bæta bremsurnar og það hefur einmitt verið gert við þennan kraftaköggul, sem ætti að hafa hröðun á við vænsta sportbíl. Þessi vél þarf líka að anda meira en aðrir vélakostir í Range Rover Sport og því eru stærri loftinntök að framan og að aftan eru myndarleg fjögur pústop. Ekki er ljóst hvar Jaguar/Land Rover ætlar að kynna þennan bíl, en ekki er talið ólíklegt að það verði á bílasýningunni í New York sem hefst um miðjan apríl. Þó gæti hann fyrst sést á bílasýningunni í Peking í enda apríl, enda eru margir vænlegir kaupendur bílsins þar.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent