
Messan: Furðulegur dómur á Upton Park | Myndband
„Aðstoðardómarinn virðist sjá eitthvað furðulegt við þetta og gefur dómaranum merki um það,“ sagði Gummi og Bjarni Guðjónsson tók undir það.
„Það er stórfurðulegt að hann skuli veifa og svo fari dómarinn til línuvarðarins sem segir honum svo að dæma mark.“
Einnig var rædd seinni vítaspyrnan sem Liverpool fékk en úr henni tryggði StevenGerrard gestunum sigurinn.
„Nú er ég búinn að horfa á þetta svona 60 sinnum frá því í gær. Ég er kominn á þá niðurstöðu að þetta er víti sem ég myndi vilja fá en væri pirraður ef ég fengi á mig,“ sagði Gummi Ben.
Hjörvar Hafliðason og Bjarni voru ekki ánægður með tilburði Ádrian í marki West Ham en alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir

Rodgers: Við ætlum bara að njóta leiksins gegn City
Liverpool tekur á móti Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn næsta sunnudag en Liverpool er á toppnum eftir sigur á West um helgina.

Liverpool aftur á toppinn
Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný með tveimur vítaspyrnum.

Flottustu mörkin og markvörslurnar í enska | Myndband
Hér á Vísi má sjá allt það helsta frá 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Flottust mörkin, markvörslurnar, skondustu augnablikin, flottustu tilþrifin og margt fleira.

Misstirðu af mörkum helgarinnar? | Myndbönd
Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hægt er að sjá þau öll á Vísi.

Pellegrini: Úrslitin ráðast ekki á Anfield
Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ekki ráðast þegar lið hans sækir Liverpool heim á Anfield Road um næstu helgi.

Rodgers: Við vorum betri
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að dómgæslan í leik liðsins gegn West Ham í dag hafi haft áhrif á bæði lið.

Distin: Innst inni vilja allir að bæði lið komist í Meistaradeildina
Sylvain Distin, miðvörður Everton, vill komast í Meistaradeildina en Everton er með örlögin í sínum eigin höndum eftir frábæran sigur á Arsenal um síðustu helgi.