Helga Haraldsdóttir flutti söngatriði sem kom henni því miður ekki áfram í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi. Mikil vonbrigði að margra mati því Helga sló heldur betur í gegn í undankeppninni.
Þá var dómnefndin ekki nógu ánægð með flutning Helgu sem sjá má hér að ofan. „Mér fannst þetta bara alls ekki nógu gott. Ég bjóst við miklu meira á svona kvöldi. Það er bara þannig,“ sagði Bubbi Morthens einn dómaranna.
