"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. apríl 2014 10:02 Ásgeir Jónsson á Grand Hotel í morgun „Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Það liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata,“ sagði Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, á kynningu skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.Sýnt er beint frá fundinum á Vísi. Ásgeir fjallaði um gjaldmiðlamál. Hann benti á að í heiminum væru 78 smáríki með undir tveimur milljónum íbúa. Ísland væri eina ríkið af þessum 78 sem væri með sjálfstæða fljótandi mynt. Hann sagði mesta ávinninginn við upptöku Evrunnar vera aukinn stöðugleika. En færi svo að stærri gjaldmiðill yrði tekinn upp þyrfti að gefa eftir í ákveðnum þáttum. „Það er ekki kostnaðarlaust. Við verðum að gefa eftir sjálfstæði í peningamálum og einhverju leyti ríkisfjármálum og töluverðar stofnanabreytingar verða að eiga sér stað.“ Ásgeir sagði mikilvægt að Íslendingar endurskoðuðu hagstefnu sína. Upptaka Evru og aðild að ESB þýddi ekki endilega að allt myndi falla í ljúfa löð í efnahagsmálum. „Við verðum að endurskoða hvernig við rekum okkar hagstefnu og verðum að hafa í huga að ESB er samband fullvalda ríkja. Við þyrftum að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó við förum inn. Þegar verið að tala um Evrulöndin átján og hvernig þeim hefur farnast í Evrusamstarfinu – kemur í ljós að það fer eftir því hvernig þau haga sér innan samstarfsins.“ Ásgeir benti enn fremur á að Íslendingar hefðu alltaf tekið þátt í alþjóðlegum fastgengisstefnum. Ljóst væri að Íslendingar hefðu ekki stjórn á sínum eigin gjaldmiðli ef hann væri fljótandi. Hann gaf lítið fyrir tengingu krónunnar við sjálfstæði og fullveldi landsins. Þeir sem barist hafi fyrir sjálfstæðis og fullveldi landsins á sínum tíma hafi ekki verið með hugann við sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að fella þegar þess þyrfti.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04