Guðmundur Kristjánsson skoraði stórglæsilegt mark eftir að hafa komið inn á sem varmaður í leik með Start í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Start vann þá 3-1 sigur á Haugesund og voru gestirnir yfir, 1-0, þegar Guðmundur kom inn á ásamt Babacar Sarr, fyrrum leikmanni Selfossi, á 70. mínútu.
Sarr skoraði aðeins mínútu síðar og lagði svo upp mark fyrir félaga sinn á 75. mínútu. Guðmundur innsiglaði svo sigurinn fyrir Start með stórglæsilegu skoti.
Samantekt úr leiknum má sjá á heimasíðu Start.
Sjáðu draumamark Guðmundar | Myndband

Tengdar fréttir

Guðmundur skoraði í sigri Start
Guðmundur Kristjánsson tryggði Start 3-1 sigur á Haugesund sjö mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þrjú mörk á sex mínútum tryggðu Start sigurinn.