Kanye West er að endurskipuleggja tónleikaferðalag sitt um Ástralíu, og samkvæmt talsmönnum ætlar hann að nota tímann til þess að vinna að næstu breiðskífu sinni.
Tónleikaferðalagið í Ástralíu átti að vera í maí, en verður núna í september.
Orðrómur þess efnis að Kanye ætli að nota tímann til þess að giftast unnustu sinni, Kim Kardahsian, flýgur þó fjöllum hærra vestanhafs - en þó að af brúðkaupinu verði útilokar það ekki að hann geti einnig lagt lokahönd á seinni hluta plötunnar Yeezus.
Fyrri hluti plötunnar kom út í júní og hlaut gríðarlega góðar viðtökur.
