Sauber liðið er að undirbúa nýjan og léttari undirvagn. Svissneska liðinu hefur ekki tekist að komast undir 692 kg hámarksþyngd formúlu 1 bíla.
Þyngd Sauber hefur valdið liðinu vandkvæðum, bílinn vantar hraða. Helstu áherslur í þróunarvinnu Sauber eru að létta bílinn. Mikilla framfara er að vænta fyrir spænska kappaksturinn sem fer fram 11. maí.
Tilvonandi breytingar munu gera bílinn um 20 kg léttari. Fyrir hver 10 kg sem bíllin er léttari er áætlað að 0,3 sekúndur sparist á hverjum hring. Það munar um minna í Formúlu 1.
„Við erum að búa okkur undir mikla uppfærslu fyrir Barelona, en í báðum komandi keppnum (Bahrain og Kína) munum við nánast eingöngu stefna að aðgerðum hvað varðar þyngdina,“ segir liðsstjóri Sauber, Monisha Kaltenborn.
Sauber er eitt af fjórum liðum sem á enn eftir að ná í stig á þessu tímabili hin eru Lotus, Caterham og Marussia. Hugsanlega verða breytingar þar á þegar bíllinn léttist.
