Frábær kvennabardagi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2014 22:45 Liz Carmouche á bakinu á Ronda Rousey Vísir/Getty Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira