Frumleg myndataka Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 11:05 Sprungurnar í ís Baikalvatns lýstar upp neðanfrá. Jalopnik Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent
Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent