Heimir: Útlendingurinn stóð ekki undir væntingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 22:30 Heimir Örn Árnason og hans menn frá Akureyri verða áfram í Olís-deildinni. Vísir/Daníel Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48