Töframaðurinn Hermann Helenuson sýndi magnað töfraatriði í undanúrslitum Ísland Got Talent í gærkvöldi.
Allir dómarar voru afar hrifnir af Hermanni en Þórunn Antonía var sérstaklega hrifin af búningnum hans og vildi endilega fá hann lánaðan við tækifæri.
Hermann komst því miður ekki áfram í úrslitaþáttinn sem sýndur verður í beinni útsendingu þann 27. apríl á Stöð 2 en á greinilega framtíðina fyrir sér í töfraheiminum.
