Hin ellefu ára Elva María Birgisdóttir söng lagið Álfar í undanúrslitum Ísland Got Talent í gærkvöldi.
Flutningur Elvu Maríu á þessum ástsæla lagi vakti mikla lukku meðal dómaranna fjögurra, en Jón Jónsson var sérstaklega hrifinn.
„Mér fannst þetta bara glæsilegur flutningur á frábæru lagi,“ sagði Jón sem trúði varla að Elva María gæti sungið svona vel, verandi aðeins ellefu ára gömul.
„Þegar ég var ellefu ára var ég að mana mig uppí að bjóða einhverjum upp í vangadans. Ég held ég hefði manað mig uppí að bjóða þér upp, þú ert það glæsileg,“ bætti Jón við.
Elva María komst áfram í úrslitaþáttinn sem verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 27. apríl.
"Ég held ég hefði manað mig uppí að bjóða þér upp“
Tengdar fréttir

Hvern ætlar þú að kjósa á sunnudaginn?
Næsta sunnudagskvöld fá áhorfendur Stöðvar 2 að sjá næstu átta atriði sem bítast um að verða á meðal þeirra sem keppa um tíu milljóna verðlaunafé í hæfileikakeppninni Ísland got Talent.

Algjörlega ómótstæðileg - Laufey Lín sló í gegn
Bubbi lofaði Laufey sem var frábær í einu orði sagt.

Allir dómararnir æðislegir
Elva María reynir að syngja sig inní hjörtu landsmanna í Ísland Got Talent.

Baksviðs á Ísland Got Talent
Sjáðu myndirnar.

Dansarar með klikkaða útgeislun - sjáðu atriðið þeirra
Eins og sjá má á atriðinu hér að ofan var atriðið þeirra stórkostlegt.

Brynjar, Elva María og Palli jójó í úrslit
Nú er ljóst hvaða atriði taka þátt í úrslitakvöldinu í Ísland got Talent.