Allt undir í Breiðholtinu: ÍR getur farið í fall-umspil eða úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 16:45 Sturla Ásgeirsson og félagar í ÍR þurfa að vinna í kvöld. Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK. Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30