Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hlusti á þjóðina varðandi ESB Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2014 14:00 Eygló segir þjóðina krefjast þess að fá að koma að Evrópumálum. Vísir/GVA Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló. ESB-málið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Félagsmálaráðherra tekur undir það sem innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hafi farið allt of hratt í evrópumálum og nauðsynlegt sé að hlusta á skilaboð þjóðarinnar í þessu máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, að ríkisstjórnin hefði farið of hratt fram í evrópusambandsmálunum með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um slit á viðræðum. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru gestir Sigurjóns Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hann spurði Eygló út í þessi ummæli Hönnu Birnu. „Ég held að það sé alveg ljóst að málið fór of hratt fram. Ég er sammála því sem innanríkisráðherra var að tala um að það sé mikilvægt að finna leið sem kannski kemur til móts við þessi ólíku sjónarmið. Að hlusta á það sem þjóðin er að segja við okkur. Við höfum lagt áherslu á og utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að hann leggi áherslu á að nefndin reyni að vinna vel í málinu og finni einhverja góða lausn á því hvernig hægt sé að afgreiða þetta,“ sagði Eygló á Sprengisandi. Það sé líka mikilvægt að menn læri af mistökunum sem gerð hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Þar sáum við náttúrlega það að farið var mjög hart fram með tvo Icesave samninga sem síðan á endanum höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við þurfum líka að læra af því hvernig farið var með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem snéri að stjórnlagaþinginu,“ sagði Eygló. Finna þurfi betri ramma en nú sé utan um það hvernig hægt sé að svara kröfu þjóðarinnar um aðkomu að málum.„Þessi þingályktunartillaga eins og hún var lögð fram um að slíta aðildarviðræðunum, hún verður ekki samþykkt óbreytt? Þið þurfið að finna einhverja aðra leið, þið þurfið að ná sátt um málið, fyrir utan þingið til dæmis,“ spurði Sigurjón Egilsson félagsmálaráðherrann.„Ég held að það sé krafan frá þjóðinni. Krafan frá þjóðinni er að hún hafi aðkomu að ákvörðunum sem snúa að Evrópusambandinu. Við náttúrlega sáum að það var tekin ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að þjóðinni væri spurð og ég tel að það hafi verið mistök. Núna er mjög mikilvægt að tala við þjóðina og líka finna rammann,“ sagði Eygló.
ESB-málið Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira