Hanna Birna segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í ESB málinu Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2014 19:30 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar. ESB-málið Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina hafa farið of geyst í Evrópumálunum og nú sé mikilvægt að ná um þau breiðri samstöðu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stofnun evrópusinnaðs hægri flokks geta falið í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna. Ef flokkur sem þessi yrði stofnaður og héldi þessu fylgi til næstu kosninga er ljóst að fleiri flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn þyrftu að hafa áhyggjur af því fylgi sem hann drægi til sín. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þetta sé eitthvað sem flokkurinn þurfi að íhuga. „Ef það er þannig að hluti af okkar fylgi telur sig geta átt heima annars staðar. Og það er auðvitað sérstakt áhyggjuefni og eitthvað sem við verðum að íhuga ef það tengist einu máli. Því þetta virðist vera eins máls flokkur eða framboð ef til þess kemur, sem mun þá eðlilega taka fylgi af öllum flokkum og allir flokkar þurfa þá einhvern veginn að velta því fyrir sér,“ segir Hanna Birna. Hún viðurkennir hins vegar að ríkisstjórnin hafi ekki haldið vel á evrópumálunum með tillögu utanríkisráðherra um slit viðræðna. „Og nú er það verkefni eins og við höfum sagt og það hafa allir nefnt það í ríkisstjórninni, að þetta mál í kring um Evrópusambandið nýlega hefur ekki farið nógu vel. Við fórum of hratt með það og fólk var ekki alveg að átta sig á því hvers vegna við gerðum þetta svona hratt. Nú erum við að vinna í því á þinginu og ég held að það skipti mestu máli að allir þeir sem standa innan Sjálfstæðisflokksins vinni að því sameiginlega að finna á því lausn. Og ég er sanfærð um að þinginu getur tekist að finna lausn sem verður breið og ágæt samstaða um og það skiptir miklu máli,“ segir Hanna Birna. ESB flokkur til hægri myndi samkvæmt könnun Capacent geta tekið töluvert fylgi af Samfylkingunni.Þarf hún ekki að óttast stofnun á svona flokki?„Nei ekki að óttast, ég held að það sé eðlilegt að það komi fram evrópusinnaður flokkur á hægri á hægri vængnum, ef þjóðin á ekki að fá að klára málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur flokkarkerfið að brotna upp eftir evrópulínum,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Það muni fleir mál hafa áhrif því eftir hrun hafi skapast mikið vantraust á gömlu flokkana og nýir flokkar komið fram. En ef þessi flokkur yrði til væru komnir fram þrír flokkar sem styddu viðræður við ESB og jafnvel aðild að sambandinu.Þá væri komið upp nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum?„Já, ég tel að stofnun svona flokks feli í sér tækifæri fyrir Samfylkinguna vegna þess að við höfum auðvitað það aðalbaráttumál að ljúka aðildarviðræðunum og koma niðurstöðum þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þarna gæti verið bandamaður fyrir okkur til að ná því megin markmiði okkar,“ segir Helgi Hjörvar.
ESB-málið Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira