Juventus og Benfica mætast í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.
Úrslitaleikurinn fer fram á Juventus-vellinum í Tórínó 14. maí og fær Juventus því tækifæri til að spila úrslitaleikinn á heimavelli.
Benfica komst í úrslitaleikinn í fyrra en tapaði fyrir Chelsea sem er nú komið alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni er spænskur slagur en þar mætast Sevilla og Valencia. Fyrri leikirnir fara fram 24. apríl og þeir síðari 1. maí.
Drátturinn:
Sevilla - Valencia
Benfica - Juventus
Benfica mætir Juventus í undanúrslitum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn