Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍR 26-28 | Draumur ÍR lifir enn Ingvi Þór Sæmundsson í Safamýri skrifar 10. apríl 2014 12:08 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/valli ÍR-ingar unnu í kvöld sterkan tveggja marka sigur, 26-28, á Fram og eru því enn í baráttunni um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Strax í byrjun leiks sást í hvað stefndi. Leikmenn liðanna gengu hart fram, stundum um of að mati dómara leiksins. Alls urðu brottvísarnar í fyrri hálfleik sex talsins, auk þess sem StefánBaldvin Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Guðna Má Kristinssyni, leikstjórnanda ÍR. Framarar voru óánægðir með dóminn, eins og svo marga í fyrri hálfleik, en talsverður hiti var í mönnum meðan á leiknum stóð. En þrátt fyrir hörkuna og tíðar brottvísanir, þá spiluðu liðin fínasta handbolta í fyrri hálfleiknum. Framarar höfðu frumkvæðið lengst af hálfleiksins og voru alltaf á undan að skora. ÍR-ingar skoruðu þó þrjú mörk seinni hluta hálfleiksins og náðu forystunni, 11-12. Liðin héldust svo í hendur út hálfleikinn, en það var Daníel Ingi Guðmundsson sem sá til þess að gestirnir úr Breiðholtinu færu með eins marks forystu inn í leikhléið þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks með góðu skoti fyrir utan. ÍR-ingar mættu mjög vel stemmdir til leiks í seinni hálfleik; vörnin var sterk, Arnór Freyr Stefánsson varði vel í markinu og sóknarleikurinn gekk smurt. Það hjálpaði reyndar til að markvarslan hjá Fram var lítil sem engin framan af seinni hálfleik. Heimamenn voru svo í stökustu vandræðum í sóknarleiknum, tóku rangar ákvarðanir og gekk illa að skapa sér góð færi. Á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks skoruðu Breiðhyltingar sex mörk gegn tveimur Framara og gestirnir voru með öll tök á leiknum á þeim tímapunkti. ÍR-ingar náðu mest fimm marka forskoti, 16-21, en þá tóku heimamenn loksins við sér. Þeir breyttu aftur í framliggjandi vörn - sem þeir höfðu farið úr eftir brottvísun Stefáns Baldvins - byrjuðu að saxa á forskot ÍR. Gestunum tókst þó alltaf að halda Frömurum nógu langt frá sér, ekki síst fyrir tilstuðlan Arnórs Freys sem átti frábæran leik í marki ÍR.Ólafur Jóhann Magnússon, besti maður Fram í kvöld, minnkaði muninn í eitt mark, 24-25, þegar þrjár mínútur voru eftir, en þá tóku gestirnir aftur fram úr og unnu að lokum tveggja marka sigur, 26-28. Arnór Freyr átti sem áður sagði frábæran leik fyrir ÍR. Sturla Ásgeirsson var einnig góður, sem og Davíð Georgsson - skoraði sex mörk úr sex skotum - og Guðni Már. ÍR-ingar sýndu mikinn styrk í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan sigur sem heldur vonum þeirra um sæti í úrslitakeppninni enn á lífi. Breiðhyltingar geta þó enn hafnað í 7. sætinu (umspilssætinu), tapi þeir fyrir FH í lokaumferðinni og Akureyri vinni sinn leik. Þrátt fyrir tapið eru Framarar enn með örlögin í eigin höndum, en vinni þeir lokaleik sinn gegn Val, þá fara þeir í úrslitakeppnina.Garðar Sigurjónsson: Bara sigur sem kemur til greina "Þetta gekk ekki í dag, en það er einn leikur eftir," sagði Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, eftir tap liðsins fyrir ÍR í kvöld. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik, en ÍR-ingar komu mjög sterkir til leiks í þeim seinni. "Við vorum ekki að spila sem lið á þessum kafla. Við vorum pirraðir, sérstaklega yfir rauða spjaldinu (innskot. blm. á Stefán Baldvin Stefánsson, leikmann Fram) sem við fengum í fyrri hálfleik." "Mér fannst það ekki vera rautt, en ég talaði við einhverja dómara þarna áðan og þeir segja að þetta sé rautt út af því að afleiðingarnar væru svo hrikalegar. Gæinn (Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR) kláraði leikinn. En ég ætla ekki að vera að nöldra yfir því. Mér fannst þetta ekki vera rautt. Í næstu sókn er Elías (Bóasson) plaffaður í andlitið og það voru bara tvær mínútur. En þetta var ekki það sem tapaði leiknum fyrir okkur." "Það var jafnt í fyrri hálfleik, en við komum greinilega ekki nógu vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn." Þrátt fyrir tapið er Fram enn í bílstjórasætinu þegar kemur að sæti í úrslitakeppninni, en liðið mætir Val á mánudaginn í lokaumferð deildarinnar. "Við verðum bara að vinna hann. Þetta verður rosalegur leikur, ógeðslega erfiður leikur. Við erum búnir að vinna Val tvisvar í vetur þannig að þeir eiga eftir að koma dýrvitlausir til leiks. Það er bara sigur sem kemur til greina," sagði Garðar að lokum. Arnór Freyr Stefánsson: Ótrúlegt hvernig staðan er í þessari deild "Það er eiginlega ótrúlegt hvernig staðan er í þessari deild," sagði Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, að leik loknum, en ÍR á bæði möguleika á að komast í úrslitakeppnina og enda í sjöunda sætinu, umspilssætinu svokallaða. "Þetta var okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við spiluðum nokkra góða leiki í kringum bikarhelgina, en svo kom smá dýfa. Við vorum búnir að fá góðan tíma til að undirbúa okkur og vonandi verðum við tilbúnir aftur á mánudaginn." ÍR byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og vann fyrstu tíu mínútur hans, 6-2. "Við vorum þolinmóðir og skynsamir sóknarlega á þessum kafla; fengum auðveld mörk og vorum að ná að hlaupa til baka. Og vörnin var sterk." "Ég er búinn að vera veikur og búinn að sitja svolítið mikið uppi í stúku, þannig að það var gaman að fá loks að spila," sagði Arnór að endingu, en hann átti góðan leik í marki ÍR.vísir/vallivísir/valli Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
ÍR-ingar unnu í kvöld sterkan tveggja marka sigur, 26-28, á Fram og eru því enn í baráttunni um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Strax í byrjun leiks sást í hvað stefndi. Leikmenn liðanna gengu hart fram, stundum um of að mati dómara leiksins. Alls urðu brottvísarnar í fyrri hálfleik sex talsins, auk þess sem StefánBaldvin Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Guðna Má Kristinssyni, leikstjórnanda ÍR. Framarar voru óánægðir með dóminn, eins og svo marga í fyrri hálfleik, en talsverður hiti var í mönnum meðan á leiknum stóð. En þrátt fyrir hörkuna og tíðar brottvísanir, þá spiluðu liðin fínasta handbolta í fyrri hálfleiknum. Framarar höfðu frumkvæðið lengst af hálfleiksins og voru alltaf á undan að skora. ÍR-ingar skoruðu þó þrjú mörk seinni hluta hálfleiksins og náðu forystunni, 11-12. Liðin héldust svo í hendur út hálfleikinn, en það var Daníel Ingi Guðmundsson sem sá til þess að gestirnir úr Breiðholtinu færu með eins marks forystu inn í leikhléið þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks með góðu skoti fyrir utan. ÍR-ingar mættu mjög vel stemmdir til leiks í seinni hálfleik; vörnin var sterk, Arnór Freyr Stefánsson varði vel í markinu og sóknarleikurinn gekk smurt. Það hjálpaði reyndar til að markvarslan hjá Fram var lítil sem engin framan af seinni hálfleik. Heimamenn voru svo í stökustu vandræðum í sóknarleiknum, tóku rangar ákvarðanir og gekk illa að skapa sér góð færi. Á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks skoruðu Breiðhyltingar sex mörk gegn tveimur Framara og gestirnir voru með öll tök á leiknum á þeim tímapunkti. ÍR-ingar náðu mest fimm marka forskoti, 16-21, en þá tóku heimamenn loksins við sér. Þeir breyttu aftur í framliggjandi vörn - sem þeir höfðu farið úr eftir brottvísun Stefáns Baldvins - byrjuðu að saxa á forskot ÍR. Gestunum tókst þó alltaf að halda Frömurum nógu langt frá sér, ekki síst fyrir tilstuðlan Arnórs Freys sem átti frábæran leik í marki ÍR.Ólafur Jóhann Magnússon, besti maður Fram í kvöld, minnkaði muninn í eitt mark, 24-25, þegar þrjár mínútur voru eftir, en þá tóku gestirnir aftur fram úr og unnu að lokum tveggja marka sigur, 26-28. Arnór Freyr átti sem áður sagði frábæran leik fyrir ÍR. Sturla Ásgeirsson var einnig góður, sem og Davíð Georgsson - skoraði sex mörk úr sex skotum - og Guðni Már. ÍR-ingar sýndu mikinn styrk í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan sigur sem heldur vonum þeirra um sæti í úrslitakeppninni enn á lífi. Breiðhyltingar geta þó enn hafnað í 7. sætinu (umspilssætinu), tapi þeir fyrir FH í lokaumferðinni og Akureyri vinni sinn leik. Þrátt fyrir tapið eru Framarar enn með örlögin í eigin höndum, en vinni þeir lokaleik sinn gegn Val, þá fara þeir í úrslitakeppnina.Garðar Sigurjónsson: Bara sigur sem kemur til greina "Þetta gekk ekki í dag, en það er einn leikur eftir," sagði Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, eftir tap liðsins fyrir ÍR í kvöld. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik, en ÍR-ingar komu mjög sterkir til leiks í þeim seinni. "Við vorum ekki að spila sem lið á þessum kafla. Við vorum pirraðir, sérstaklega yfir rauða spjaldinu (innskot. blm. á Stefán Baldvin Stefánsson, leikmann Fram) sem við fengum í fyrri hálfleik." "Mér fannst það ekki vera rautt, en ég talaði við einhverja dómara þarna áðan og þeir segja að þetta sé rautt út af því að afleiðingarnar væru svo hrikalegar. Gæinn (Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR) kláraði leikinn. En ég ætla ekki að vera að nöldra yfir því. Mér fannst þetta ekki vera rautt. Í næstu sókn er Elías (Bóasson) plaffaður í andlitið og það voru bara tvær mínútur. En þetta var ekki það sem tapaði leiknum fyrir okkur." "Það var jafnt í fyrri hálfleik, en við komum greinilega ekki nógu vel stemmdir inn í seinni hálfleikinn." Þrátt fyrir tapið er Fram enn í bílstjórasætinu þegar kemur að sæti í úrslitakeppninni, en liðið mætir Val á mánudaginn í lokaumferð deildarinnar. "Við verðum bara að vinna hann. Þetta verður rosalegur leikur, ógeðslega erfiður leikur. Við erum búnir að vinna Val tvisvar í vetur þannig að þeir eiga eftir að koma dýrvitlausir til leiks. Það er bara sigur sem kemur til greina," sagði Garðar að lokum. Arnór Freyr Stefánsson: Ótrúlegt hvernig staðan er í þessari deild "Það er eiginlega ótrúlegt hvernig staðan er í þessari deild," sagði Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, að leik loknum, en ÍR á bæði möguleika á að komast í úrslitakeppnina og enda í sjöunda sætinu, umspilssætinu svokallaða. "Þetta var okkar besti leikur í nokkurn tíma. Við spiluðum nokkra góða leiki í kringum bikarhelgina, en svo kom smá dýfa. Við vorum búnir að fá góðan tíma til að undirbúa okkur og vonandi verðum við tilbúnir aftur á mánudaginn." ÍR byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og vann fyrstu tíu mínútur hans, 6-2. "Við vorum þolinmóðir og skynsamir sóknarlega á þessum kafla; fengum auðveld mörk og vorum að ná að hlaupa til baka. Og vörnin var sterk." "Ég er búinn að vera veikur og búinn að sitja svolítið mikið uppi í stúku, þannig að það var gaman að fá loks að spila," sagði Arnór að endingu, en hann átti góðan leik í marki ÍR.vísir/vallivísir/valli
Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira