HK komst í gærkvöldi í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni í lokaúrslitum Íslandsmóts karla í blaki eftir sigur, 3-2, í spennandi leik í Fagralundi í Kópavogi.
Heimamenn byrjuðu betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar, 25-16 og 25-21. Góð móttaka og sókn á miðjunni skilaði HK forystunni í leiknum en miðjumaðurinn TheodórÓskarÞorvaldsson var stigahæstur HK inga með 21 stig.
Stjörnumenn hófu endurkomu í þriðju hrinu. Heimamenn voru heillum horfnir og ekkert gekk upp í leik liðsins. Stjarnan vann þriðju hrinu, 25-20, og þá fjórðu, 25-14, og staðan í leiknum allt í einu jöfn, 2-2.
Því þurfti að grípa til oddahrinu þar sem HK komst fljótt í vænlega stöðu, 8-3. Stjarnan sótti í sig veðrið en munurinn var of mikill. HK vann oddahrinuna, 15-12, og leikinn, 3-2.
Stigahæstur hjá HK var sem fyrr segir hinn 16 ára gamli Theodór Óskar Þorvaldsson með 21 stig en næstur kom Ólafur Arason með 12 stig. Leikmenn HK völdu Brynjar J. Pétusson besta mann leiksins.
Stigahæstir Stjörnumanna voru Róbert K. Hlöðversson með 21 stig og Emil Gunnarsson með 11 stig.
Næsti leikur liðanna verður í Ásgarði á laugardaginn kl 14.00.
HK 1-0 yfir í úrslitarimmunni gegn Stjörnunni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

