Halldór Jóhann ráðinn til FH: "Mikil áskorun fyrir mig" Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2014 20:29 Halldór Jóhann fer úr kvennaboltanum aftur í karlaboltann. Vísir/Stefán „Það hefur tekið svona viku að fara yfir þessi mál en svo var þetta klárað núna um helgina,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari FH, í samtali við Vísi en Halldór Jóhann gekk frá þriggja ára samningi við FH-inga í dag. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld. „FH kom að tali við mig eftir að þetta gekk ekki upp hjá mér í Eyjum og viðræður hafa tekið stuttan tíma. Ég er bara virkilega sáttur með að FH sýnir mér það traust að bjóða mér starfið en þetta er mikil áskorun fyrir mig. Halldór Jóhann hefur stýrt kvennaliði Fram undanfarin tvö ár. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra á sínu fyrsta tímabili en hann missti marga góða leikmenn síðasta sumar og féll liðið úr keppni í átta liða úrslitum fyrr í mánuðinum. Honum fannst tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. „Ég var með tveggja ára samning við Fram sem ég kláraði. Ég er búinn að eiga frábær ár í Fram, bæði sem leikmaður og fyrirliði karlaliðsins og svo sem þjálfari kvennaliðsins. Mér fannst kannski tími til kominn að skipta um umhverfi en ég hafði líka alltaf áhuga á að fara í karlaboltann. Ég var bara að leita að réttum tímapunkti,“ segir Halldór Jóhann við Vísi. ÍBV og fleiri lið reyndu að fá Halldór Jóhann til starfa en hann er ánægður með nýjan áfangastað. „Það voru nokkuð lið sem sýndu mér gríðarlegan áhuga þegar ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram með Framliðið. Þau höfðu samband við mig en þegar þetta gékk upp með FH var þetta aldrei spurning. FH er stór klúbbur og mikil áskorun fyrir mig að fá að starfa í þannig umhverfi,“ segir Halldór Jóhann. FH-liðið á nú í mikilli baráttu við erkifjendur sína í Haukum í undanúrslitum Íslandmótsins en eftir að vinna fyrstu tvo leikina voru FH-ingar niðurlægðir á Ásvöllum í kvöld. Það skiptir Halldór litlu máli hversu langt FH-liðið kemst að þessu sinni. „Það vita allir að það býr mikið í þessu liði og þarna eru góðir leikmenn. Vonandi fer liðið bara sem lengst. Það gerir mitt starf hvorki erfiðara né auðveldara hvernig sem fer núna. Mitt fyrsta verk verður alltaf að skoða leikmannahópinn og reyna halda sem flestum leikmönnunum. Eftir það verður svo tekin ákvörðun um hvort við þurfum að styrkja okkur,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon.Einar Andri Einarsson, núverandi þjálfari FH, tekur við liði Aftureldingar í sumar en það vann sér inn sæti í Olís-deildinni á ný fyrr í mánuðinum. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Það hefur tekið svona viku að fara yfir þessi mál en svo var þetta klárað núna um helgina,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari FH, í samtali við Vísi en Halldór Jóhann gekk frá þriggja ára samningi við FH-inga í dag. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í kvöld. „FH kom að tali við mig eftir að þetta gekk ekki upp hjá mér í Eyjum og viðræður hafa tekið stuttan tíma. Ég er bara virkilega sáttur með að FH sýnir mér það traust að bjóða mér starfið en þetta er mikil áskorun fyrir mig. Halldór Jóhann hefur stýrt kvennaliði Fram undanfarin tvö ár. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra á sínu fyrsta tímabili en hann missti marga góða leikmenn síðasta sumar og féll liðið úr keppni í átta liða úrslitum fyrr í mánuðinum. Honum fannst tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. „Ég var með tveggja ára samning við Fram sem ég kláraði. Ég er búinn að eiga frábær ár í Fram, bæði sem leikmaður og fyrirliði karlaliðsins og svo sem þjálfari kvennaliðsins. Mér fannst kannski tími til kominn að skipta um umhverfi en ég hafði líka alltaf áhuga á að fara í karlaboltann. Ég var bara að leita að réttum tímapunkti,“ segir Halldór Jóhann við Vísi. ÍBV og fleiri lið reyndu að fá Halldór Jóhann til starfa en hann er ánægður með nýjan áfangastað. „Það voru nokkuð lið sem sýndu mér gríðarlegan áhuga þegar ég tilkynnti að ég yrði ekki áfram með Framliðið. Þau höfðu samband við mig en þegar þetta gékk upp með FH var þetta aldrei spurning. FH er stór klúbbur og mikil áskorun fyrir mig að fá að starfa í þannig umhverfi,“ segir Halldór Jóhann. FH-liðið á nú í mikilli baráttu við erkifjendur sína í Haukum í undanúrslitum Íslandmótsins en eftir að vinna fyrstu tvo leikina voru FH-ingar niðurlægðir á Ásvöllum í kvöld. Það skiptir Halldór litlu máli hversu langt FH-liðið kemst að þessu sinni. „Það vita allir að það býr mikið í þessu liði og þarna eru góðir leikmenn. Vonandi fer liðið bara sem lengst. Það gerir mitt starf hvorki erfiðara né auðveldara hvernig sem fer núna. Mitt fyrsta verk verður alltaf að skoða leikmannahópinn og reyna halda sem flestum leikmönnunum. Eftir það verður svo tekin ákvörðun um hvort við þurfum að styrkja okkur,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon.Einar Andri Einarsson, núverandi þjálfari FH, tekur við liði Aftureldingar í sumar en það vann sér inn sæti í Olís-deildinni á ný fyrr í mánuðinum.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira