„Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri,“ sagði Brynjar Dagur í viðtali við Vísi þegar úrslitin voru ljós. Viðtalið í heild sinni má sjá hér auk viðbragða hins sjö ára töframanns Jóns Arnórs Péturssonar sem hafnaði í öðru sæti.
Atriðin sjö sem að kepptu voru hvert öðru betra og mikil spenna var í salnum þegar beðið var niðurstöðu símakosningar. Alfarið var í höndum áhorfenda hver bæri sigur úr býtum. Fór svo að þrjú atriði stóðu eftir á sviðinu. Brynjar Dagur, töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson sem hafnaði í öðru sæti og dansparið Höskuldur og Margrét sem lentu í þriðja sæti.
Í lok útsendingarinnar var tilkynnt að önnur þáttaröð yrði gerð af Ísland got Talent á Stöð 2. Hæfileikaríkir Íslendingar geta því farið að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufurnar í haust.
Hér að neðan má sjá siguratriði Brynjars. Þar fyrir neðan er textalýsing Vísis frá úrslitakvöldinu í kvöld ásamt skoðunum landsmanna sem voru afar virkir á Twitter í kvöld með póstum með merkinu #ÍslandGotTalent.
Neðst í fréttinni má svo sjá kynningarmyndbönd keppendanna sem börðust um sigurinn í kvöld.