Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði annað mark Avaldsnes í 3-0 sigri liðsins á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í dag, en þetta var fyrsta mark hennar á tímabilinu.
Hólmfríður kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og átta mínútum síðar setti hún boltann í mark Vålerenga. Þórunn Helga Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Avaldsnes.
Avaldnes hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu og situr á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með sex stig.
Hólmfríður opnaði markareikninginn

Tengdar fréttir

Þórunn og Hólmfríður léku í sigri Avaldsnes
Þórunn Helga Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Avaldsnes sem vann góðan 3-0 útisigur á Medkila í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir lék seinni hálfleikinn fyrir Avaldsnes.