Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-17 | Eyjakonur jöfnuðu einvígið Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 27. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira