Leita enn að nýjum oddvita Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. apríl 2014 21:08 Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls." Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls."
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira