Málssókn Tarantinos gegn Gawker vísað frá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. apríl 2014 15:09 Tarantino segir aðeins sex manns hafa fengið afrit af handritinu. vísir/getty Málssókn kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino gegn vefsíðunni Gawker var vísað frá dómi í gær þar sem ekki þótti sannað að um höfundarréttarbrot væri að ræða. Málið snýr að handriti vestrans The Hateful Eight sem lekið var á netið en Gawker skrifuðu frétt um lekann og vísuðu með tengli á handritið. Vefsíðan varð ekki við beiðni leikstjórans um að fjarlægja hlekkina og höfðaði hann því mál. Alríkisdómarinn John F. Walter gaf leikstjóranum frest til 1. maí til þess að laga kröfuna og höfða málið upp á nýtt. Tarantino sagði í samtali við vefsíðuna Deadline að aðeins sex manns hefðu fengið afrit af handritinu, þar á meðal leikararnir Bruce Dern, Michael Madsen og Tim Roth, en ekki er vitað hver lak því. Leikstjórinn vinnur nú að breytingum á handritinu og segir hann enn mögulegt að gera myndina, en áður hafði hann ákveðið að hætta við gerð hennar. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Málssókn kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino gegn vefsíðunni Gawker var vísað frá dómi í gær þar sem ekki þótti sannað að um höfundarréttarbrot væri að ræða. Málið snýr að handriti vestrans The Hateful Eight sem lekið var á netið en Gawker skrifuðu frétt um lekann og vísuðu með tengli á handritið. Vefsíðan varð ekki við beiðni leikstjórans um að fjarlægja hlekkina og höfðaði hann því mál. Alríkisdómarinn John F. Walter gaf leikstjóranum frest til 1. maí til þess að laga kröfuna og höfða málið upp á nýtt. Tarantino sagði í samtali við vefsíðuna Deadline að aðeins sex manns hefðu fengið afrit af handritinu, þar á meðal leikararnir Bruce Dern, Michael Madsen og Tim Roth, en ekki er vitað hver lak því. Leikstjórinn vinnur nú að breytingum á handritinu og segir hann enn mögulegt að gera myndina, en áður hafði hann ákveðið að hætta við gerð hennar.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira