Fjórir Íslendingar berjast í Belfast um helgina Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. apríl 2014 22:30 Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. Magnús Ingi Ingvarsson berst gegn hinum írska Jamie O’Neil í áhugamannabardaga í léttvigt. Þetta verður þriðji MMA bardagi Magnúsar en hann hefur sigrað einn og gert eitt jafntefli. Viðtal við Magnús má sjá hér. Egill Øydvin Hjördísarson berst við Litháann Julius Ziurauskis í áhugamannabardaga í millivigt. Þetta verður annar MMA bardagi Egils en hann barðist síðast í september þar sem hann sigraði eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Viðtal við kappann má sjá hér að ofan. Birgir Örn Tómasson keppir sinn fyrsta MMA bardaga gegn Ryan Greene í léttvigt. Birgir er einn besti sparkboxari landsins og á að baki bardaga í boxi og Muay Thai. Viðtal við hann kemur á vef MMA Frétta á morgun. Diego Björn Valencia berst sinn fyrsta atvinnumannabardaga gegn Conor Cooke. Upphaflegi andstæðingur Cooke meiddist en Diego samþykkti að berjast við hann aðeins 10 dögum fyrir settan dag. Diego ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Cooke er afar sterkur andstæðingur og verður mikil prófraun fyrir hann í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Diego er með þrjá áhugamannabardaga að baki, tvo sigra og eitt tap. Eina tapið hans kom eftir að Diego var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg. Eftir að andstæðingur hans lá niðri eftir hausspark fylgdi Diego eftir með höggum í gólfinu en slíkt var ólöglegt í þeirri keppni. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur unnið til margra verðlauna á glímumótum hérlendis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Laugardaginn 26. apríl munu fjórir íslenskir bardagamenn stíga í búrið í Belfast, Norður-Írlandi. Bardagamennirnir fjórir, Magnús Ingi Ingvarsson, Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia, æfa allir með Keppnisliði Mjölnis. Magnús Ingi Ingvarsson berst gegn hinum írska Jamie O’Neil í áhugamannabardaga í léttvigt. Þetta verður þriðji MMA bardagi Magnúsar en hann hefur sigrað einn og gert eitt jafntefli. Viðtal við Magnús má sjá hér. Egill Øydvin Hjördísarson berst við Litháann Julius Ziurauskis í áhugamannabardaga í millivigt. Þetta verður annar MMA bardagi Egils en hann barðist síðast í september þar sem hann sigraði eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Viðtal við kappann má sjá hér að ofan. Birgir Örn Tómasson keppir sinn fyrsta MMA bardaga gegn Ryan Greene í léttvigt. Birgir er einn besti sparkboxari landsins og á að baki bardaga í boxi og Muay Thai. Viðtal við hann kemur á vef MMA Frétta á morgun. Diego Björn Valencia berst sinn fyrsta atvinnumannabardaga gegn Conor Cooke. Upphaflegi andstæðingur Cooke meiddist en Diego samþykkti að berjast við hann aðeins 10 dögum fyrir settan dag. Diego ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Cooke er afar sterkur andstæðingur og verður mikil prófraun fyrir hann í sínum fyrsta atvinnumannabardaga. Diego er með þrjá áhugamannabardaga að baki, tvo sigra og eitt tap. Eina tapið hans kom eftir að Diego var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg. Eftir að andstæðingur hans lá niðri eftir hausspark fylgdi Diego eftir með höggum í gólfinu en slíkt var ólöglegt í þeirri keppni. Diego er margfaldur Íslandsmeistari í karate og hefur unnið til margra verðlauna á glímumótum hérlendis.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira