Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 32-28 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 22. apríl 2014 14:13 Róbert Aron Hostert er lykilmaður hjá ÍBV. Vísir/Valli ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira